Takk fyrir frábæra skemmtun

Nefndin vill þakka öllum fyrir frábæra samveru dagana 14-17. júní. Við ætlum að halda þessari vefsíðu opinni fram að 25 ára stúdentinum og hvetjum alla til að senda inn myndir frá dvölinni á Sissu.  Í kvöld, mánudag 18. júní, verður umfjöllun í Kastljósinu um MA hátíðina.

Bestu kveðjur,
Nefndin

Auglýsingar

Makar velkomnir

Mökum er frjálst að koma með í óvissuferð ef þeir vilja.
kv. nefndin

Lögin okkar

Listi yfir vinsælustu lögin á árunum 1983-1987. Svona til að koma öllum í réttu stemmninguna 🙂  http://www.afn.org/~afn30091/1983.html og svo kemur þetta líka öllum í gott skap: http://www.youtube.com/watch?v=8VC9cHjUOIQ

Kaffi Akureyri ekki Vélsmiðjan

Fyrir þá sem koma í kvöld, fimmtudag, þá hittumst við kl 22:00 á Kaffi Akureyri, þar sem Vélsmiðjan verður lokuð í kvöld.  Nokkrar myndir frá F-inu voru að bætast við í myndasafninu

Sjáumst í kvöld – nokkrar klukkustundir til stefnu 🙂
kv. nefndin

Óvissuferðin

Óvissuferðin verður að mestu utandyra, svo um að gera að hafa úlpu með sér. Eru ekki annars allir búnir að borga? og líka búnir að bóka sig á Bauta-síðunni á hátíðina í Höllinni?

Búið er að uppfæra mætingu á síðunni Bekkir og mæting. Í gær, 11. júní var síðan skoðuð 226 sinnum 🙂 svo spenningurinn magnast. Hittingur eftir 2 daga, 3 fyrir föstudagsmætendur 🙂
kv. nefndin

Staðfesta komu fyrir 8.júní

Í dag fer út bréf til allra þar sem beðið er um að staðfesta komu fyrir 8. júní og leggja inn fyrir sameiginlegum kostnaði. Einnig þurfa allir að skrá sig sjálfir á hátiðina í Höllinni, sjá fréttin hér fyrir neðan. Einnig er búið að uppfæra dagskránna.

Hér er bréfið:

Hæ, hæ,  
Nú er komið að því að staðfesta komu og ganga frá kostnaði.
Það sem þú þarft að gera:

Leggja 5000 kr inn á reikning:
 · Reikn: 0330-13-110475, kt. 181067-4899 (Óli Adda). 
 · IBAN númer fyrir “útlendingana” er IS59 0330 1311 0475 1810 6748 99
 · Þetta dekkar rútur, áfengi í óvissuferð, leigu á sal og smá snarl

Bóka þig sjálfur (og maka ef við á) á hátíðina í Höllinni, á heimasíðu Bautans:)
 · sjá http://bautinn.muna.is/ (ath. nefndin bókar þig ekki á þetta

Senda nefndarmönnum póst
 · segja hvenær þú kemur og hvort maki komi með
 · gerum ráð fyrir að þeir sem ekki svari póstinum hafi ekki lesið hann og þá þurfum við að hringja í afganginn – svo til að spara okkur tugi símhringinga endilega svara póstinum.

Þetta allt (liður 1-3) þarf að gera fyrir miðnætti næsta fimmtudags (7.júní).


Kv. nefndin

Miðasala hafin á heimasíðu Bautans

Miðasala á MA hátíðina í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní er hafin á heimasíðu veitingahússins Bautans, www.bautinn.muna.is þar sem gefið er upp nafn, kennitala, hvaða afmælisárgangi viðkomandi tilheyrir og fjöldi miða sem sá vill kaupa (25 ára stúdentar sjá um það). Hver og einn sér s.s. um að skrá sig og maka sjálfur, sjá nánar á http://ma1982.blog.is/blog/ma1982/about/.  Á næstu dögum verður einnig settur upp reikningur á vegum Óla Adda, vegna kostnaðar fyrir rútur o.þ.h. sem við sjáum sjálf um (20 ára stúdentar). Þeirri upphæð verður stillt í hóf.
kv. Nefndin