Mánaðarsafn: maí 2007

Miðasala hafin á heimasíðu Bautans

Miðasala á MA hátíðina í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní er hafin á heimasíðu veitingahússins Bautans, www.bautinn.muna.is þar sem gefið er upp nafn, kennitala, hvaða afmælisárgangi viðkomandi tilheyrir og fjöldi miða sem sá vill kaupa (25 ára stúdentar sjá um það). Hver og einn sér s.s. um að skrá sig og maka sjálfur, sjá nánar á http://ma1982.blog.is/blog/ma1982/about/.  Á næstu dögum verður einnig settur upp reikningur á vegum Óla Adda, vegna kostnaðar fyrir rútur o.þ.h. sem við sjáum sjálf um (20 ára stúdentar). Þeirri upphæð verður stillt í hóf.
kv. Nefndin

Auglýsingar

Nýjar myndir – jíiiiihaaa

Fjörið nálgast óðfluga Nú eru komnar inn nýjar myndir inn í nýtt myndasafn, sjá hér (ber þig á aðra síðu). Hvetjum alla til að senda myndir á Sissu.

Kv. Sissa og Óli Adda 

Mætingarlistar uppfærðir

F-ið komið og líka uppfærslur v/A bekkjar.  Einnig eru komnar nokkrar myndir – þær munu koma inn næstu daga 🙂
kv. nefndin