Endanleg dagskrá:
Fimmtudagskvöld
• 18:00 Hver bekkur sér um sig, líka kostnaðarlega. Hist heima hjá einhverjum, bekkir senda út á sína.
• 22:00 Allir bekkir hittast á Vélsmiðjunni
Föstudagur
• 16:00 Byrjað heima hjá hverjum bekk og grillað, slegið í púkk á staðnum
• 20:00 – 24:00: Óvissuferð (án maka). Mæta í útivistarfatnaði.
• 24:00 – ?: Partý í Lóni – snarl og músík, fólk komi með eigið áfengi, makar velkomnir aftur
Laugardagur
• 12:00 Gamli skólinn. Jón Már tekur á móti. Tekur um klukkutíma.
• 13:30 Rúta sækir okkur: gróðursetning, bjórheimsókn og tilheyrandi
• 16:30 Komin til Akureyrar – fólki skilað við skólann
• 19:00 MA stúdentahátíð hefst í Höllinni. Glæsileg máltíð og ball með “Í svörtum fötum” og Sælusveitinni. Sjá nánar á: http://ma1982.blog.is/blog/ma1982/about/
Makar: Velkomnir í allt nema óvissuferðina, geta sest á pöbbinn á meðan á óvissuferð stendur:) kv. nefndin
Fyrri frétt:
Árin líða ótrúlega hratt, dagatalið lýgur ekki.
Það er komið að því að fagna 20 ára stúdentsafmæli. Við munum hittast á föstudeginum 15. júní (hver bekkur fyrir sig) rifjum upp gömul kynni og jafnvel grilla saman. Síðan gætu allir bekkirir rifjað upp danstaktana og drykkjusiðina á öldurhúsum bæjarins. Laugardaginn 16. júní er stefnan sett á óvissuferð og stúdentahátíð í Íþróttahöllinni. Endilega sendið okkur línu ef þið eruð ekki búin að því og látið vita hvort við megum eiga von á ykkur… (sjá tölvupóstfang á forsíðunni)
Sjáumstumstumstumst!!!
NEFNDIN
Bakvísun: Staðfesta komu « Stúdentar MA 1987
Eitthvað ósamræmi er í dagskrá ??? Er óvissuferðin 15. eða 16. júní ?? Það væri gott að vita því ég ætla með, en nenni ekki til Akureyrar fyrr en rétt áður en gamanið hefst.
Kveðja Arna
Hæ Arna,
Óvissuferðin er á föstudeginum. Á laugardeginum er önnur ferð, en lítil óvissa þar 🙂
kv. Sissa
Ohsjitt að geta ekki komið og djammað og séð hvað allir eru orðnir þroskaðir… 🙂
Fariði vel með ykkur elskurnar en drekkiði böns og týnist í óvissuferðinni!! Texið mér myndir á sms PLZ!!!
Ykkar
Gísli
001 310 922 1025